Hagnýtar upplýsingar

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er opin frá 7:30 -15:30, mánudaga til fimmtudaga og kl. 7:30-14:30 á föstudögum. 

Sími skólans er: 411-7950. 

Skrifstofustjóri er María Þóra Sveinbjörnsdóttir

Netfang skólans er: http:klettaskoli@rvkskolar.is

Skóladagurinn

Skóladagurinn hefst hjá nemendum í 1.-10.bekk kl. 8:10. 

Móttaka er að morgni frá kl. 7:55.

1-4. bekkur - samfelld stundaskrá frá kl. 08.10-13.30 alla daga.
5-7. bekkur - samfelld stundaskrá frá kl. 08.10-14.10 alla daga
8-10. bekkur - samfelld stundaskrá frá kl. 08.10-14.10 mánudag,þriðjudag, miðvikudag 
og fimmtudag.. Á föstudögum er samfelld stundaskrá frá kl. 08.10-13.40

Forfallatilkynningar

Forföll skal tilkynna í Mentor eða hringja á skrifstofu skólans við upphaf skóladags. Tilkynna þarf veikindi daglega ef um fleiri en einn dag er að ræða. Sækja þarf sérstaklega um leyfi, sem eru lengri en 2 dagar til skólastjórnenda.

Íþróttir og sund

Íþróttir eru kenndar í íþróttasal skólans. Íþróttir eru kenndar úti frá upphafi skóla og út september og í maí. Börn eiga að vera í klædd eftir veðri og í þægilegum fatnaði sem henta hreyfingu. 

Allir nemendur skólans fara í sund einu sinni í viku. Sundtímar falla niður komi nemendur ekki með sundföt.

Óskilamunir

Við hvetjum foreldra til að merkja föt og eigur nemenda því þá er líklegra að það skili sér heim aftur.  Óskilamuni er að finna við aðalinngang skólans eða hjá húsverði.


Frímínútur

Allir nemendur í 1.-10.bekk fara út í frímínútur. Kennarar og stuðningsfulltrúar sjá um gæslu á skólalóð. Á skólatíma er skólalóðin einungis ætluð nemendum skólans. 

 

Nesti

Nemendur eiga að koma með hollt nesti í skólann. Hollt fæði stuðlar að vellíðan nemenda og eykur hæfni til náms. 

Nemendur nota helst fjölnota brúsa fyrir vatn og koma með nesti að heiman í fjölnota umbúðum. Matarleifar úr morgunhressingu taka nemendur með sér heim aftur, meðal annars til að foreldrar geti séð hvað barnið borðaði af nestinu sínu. Aðeins eru leyfðar fjölnota umbúðir í skólanum.

Við hvetjum foreldra til að senda börnin með ávexti og grænmeti í nesti.