Um skólann

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu. Hann tók til starfa árið 2011. Reykjavíkurborg rekur skólann en flestir nemendur skólans eru búsettir í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum.

 

Skólagöngu nemenda sem búsettir eru utan Reykjavíkur fjármagna heimasveitarfélög nemendanna. Þátttökubekkur frá Klettaskóla er starfræktur í Árbæjarskóla. Þátttökubekkur er sérhæft námsúrræði undir stjórn Klettaskóla en með aðsetur í almennum grunnskóla.

Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla.

Stjórnendur

Hvernig sæki ég um?

Þú sækir um skólavist fyrir barnið þitt í Klettaskóla rafrænt. Með umsókn þurfa að fylgja greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Athugið að skila þarf umsókn til skólans fyrir 1. mars ár hvert.  

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Klettaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Klettaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. 

Lög og starfsreglur skólaráðs

Í grunnskólalögum frá 2008 segir í 8. grein: ”Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald”.

  • Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
  • Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  • Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
  • Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
  • Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.
  • Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári

Fulltrúar í skólaráði skólaárið 2024-2025

Nafn 

Fulltrúi 

netfang 

Arnheiður Helgadóttir 

Skólastjóri 

arnheidur.helgadottir@rvkskolar.is

Valgerður Marinósdóttir

Aðstoðarskólastjóri

 valgerdur.marinosdottir@rvkskolar.is 

Hrefna B. Pedersen 

Fagfólk

 hrefna.bjork.pedersen@rvkskolar.is

Jón Gunnar Axelsson

Fagfólk

 jon.gunnar.axelsson@rvkskolar.is

Helga Lind Björgvinsdóttir

Almennir starfsmenn

 helga.lind.bjorgvinsdottir@rvkskolar.is 

Ásdís Gunnarsdóttir 

Foreldrar

 asdis1105@gmail.com 

Heiða Hrönn Sigfúsdóttir

Foreldrar

 heidahronnsig@gmail.com 

Þórir Jónsson Hraundal

Grenndarsamfélag

 thorir@hi.is

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólareglur

Hér kemur inngangstexti ....

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.